Læknisþjónusta

Við heilsugæslustöðina eru starfandi 10 sérfræðingar í heimilislækningum og auk þeirra eru námslæknar í heimilislækningum og mest allt árið læknakandidatar. En þeir eru 3-6 mánuði á heilsugæslu á lokaárinu til að ljúka námi í læknisfræðum.

Heimilislæknar hafa viðtalstíma sem eru 20 mín. hver. Tímapöntun fer fram í síma 460 4600. Ef erindi eru bráðaðkallandi og ekki er hægt að bíða eftir tíma hjá lækni  þá er bráðadagvakt alla daga á  6. hæð kl. 14:30.  Ekki er hægt að bóka í bráðadagvakt en byrjað er að skrá sjúklinga  kl. 14:20.  Gert er ráð fyrir bráðum erindum á bráðadagvakt sem taka stuttan tíma (5 mín),  vottorð eru ekki afgreidd á bráðadagvakt.

Heimilislæknar taka þátt í heilsuvernd, s.s. mæðravernd, ungbarnavernd og heilsuvernd í skólum.

Símatímar eru daglega og eru ætlaðir fyrir fljótafgreidd erindi, sjá hér 

Bráðamóttaka vakthafandi heimilislækna á slysadeild FSA

Heimilislæknar sinna utan dagvinnutíma vaktþjónustu og taka á móti bráðveikum á slysadeild FSA kl. 17-21 virka daga og kl. 10-12 og 14-16 á frídögum. Vaktlæknar sinna  bráðum útköllum og vitjunum á sama tíma.

Bráðaerindi á dagvinnutíma eru afgreidd í síma 460 4600 og þá af viðkomandi heimilislækni/vaktlækni

Vaktsími er 1700 fyrir bráðaerindi og svarar 112 eftir kl 16 og kemur erindum áfram til vaktlæknis eftir þörfum.

Á nóttunni svara hjúkrunarfræðingar slysadeildar í vaktsíma og gefa símtöl áfram til vaktlæknis eftir þörfum.

 

Skráning á heilsugæslustöð

Í þeim tilvikum þegar ekki er hægt að bjóða fólki fastan heimilislækni gefst fólki kostur á að skrá sig formlega á heilsugæslustöðina. Þeim einstaklingum gefst kostur á að bóka tíma hjá hvaða lækni sem þeir kjósa sér og sækja alla þjónustu sem heilsugæslan hefur upp á að bjóða.

Við skráningu á heilsugæslustöðina þarf umsækjandi að koma á 6. hæð  og undirrita heimild um flutning sjúkraskrárgagna.

Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað, sem má fá í afgreiðslunni á 6. hæð

Útfylltar umsóknir skal afhenda á heilsugæslustöðinni

Skráning á heimilislækni

Æskilegast er að fjölskyldur og einstaklingar hafi ákveðinn heimilislækni, sem hefur yfirsýn og umsjón með þeirra málum. Þær fjölskyldur og einstaklingar á upptökusvæði HAK, sem ekki hafa fastan heimilislækni, geta skráð sig hjá ákveðnum heimilislæknum, svo fremi sem einhver læknir hafi laus pláss fyrir nýja skjólstæðinga. Stefán Steinsson hefur bæst í hóp þeirra lækna sem fyrir eru og er hann því sá læknir sem getur tekið á móti nýjum skjólstæðingum.  Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað til Stefáns,  sem má fá í afgreiðslunni á 6.hæð eða fylla út rafrænt eyðublað og senda inn.

Útfylltar umsóknir skal afhenda á heilsugæslustöðina.