Meðgönguvernd

Meðgönguverndin er opin alla virka daga, tímapantanir fara fram í síma: 460 4640 á milli kl. 10:00 og 12:00. Ljósmæður eru við frá kl. 8 - 12 alla virka daga, suma daga lengur. Ritari gefur tíma, veitir upplýsingar og tekur skilaboð til ljósmæðra alla virka daga kl.10-12 í síma 460-4640.

Meðgönguvernd á heilsugæslustöðinni  

Í mæðravernd er verðandi foreldrum boðið upp á að koma reglulega til viðtals og skoðunar hjá ljósmóður og í sumar komur til heimilislæknis. Alla jafna koma verðandi foreldrar í fyrsta skiptið þegar eru liðnar 10-14 vikur af meðgöngunni og síðan á nokkurra vikna fresti allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum.

Reynt er að leggja áherslu á það að sama ljósmóðirin sinni fjölskyldunni allan meðgöngutímann og heimilislæknir fjölskyldunnar tekur einnig þátt í mæðraverndinni meðal annars í tengslum við Nýja barnið sem beinist m.a. að því að meta þörf verðandi foreldra fyrir  þjónustu í mæðravernd.

Markmið meðgönguverndar eru:

* Að stuðla að sem bestri líðan foreldra og barns á meðgöngutímanum og eftir fæðinguna.

* Að greina áhættuhópa sem þurfa aukna þjónustu og sinna þörfum þeirra sérstaklega.

* Að fyrirbyggja og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á meðgöngutímanum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fæðingarlæknar taka þátt í meðgönguverndinni þar sem öllum verðandi mæðrum er boðið upp á sónarskoðun í kringum 20. viku meðgöngu og sinna þeir eftirliti kvenna, sem af einhverjum ástæðum þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu.

Boðið er upp á foreldrafræðslu, að hluta til í fyrirlestraformi og að hluta til í viðtölum hjá ljósmóður.

Dagskrá  má nálgast HÉR

Við vekjum athygli á því að fæðingarfræðsla og önnur tilfallandi fræðsla fer fram í viðtölum hjá ljósmóður.

Deildarstýra er Ásrún Ösp Jónsdóttir

Aðrir starfsmenn meðgönguverndar eru:

Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, ljósmóðir

Halla Hersteinsdóttir, ljósmóðir

Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir

María Elínar Arnfinnsdóttir, ritari