Ung- og smábarnavernd

 

 

Ung og smábarnavernd

Í ung- og smábarnavernd er lögð áhersla á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan

Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Í öllum ungbarnaskoðunum eru börnin vigtuð og lengdarmæld.

Fastar skoðanir og bólusetningar:
 • 6 vikna:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat
 • 9 vikna:   Hjúkrunarfræðingur.
 • 3 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat.   Tvær sprautur;  1) barnaveiki,kíghósti,stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar
 • 5 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur. Tvær sprautur 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar.
 • 6 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur. Þroskamat.  Sprauta/ heilahimnubólga C.
 • 8 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur.  Sprauta/ Heilahimnubólga C.
 • 10 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat.
 • 12 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur.  Tvær sprautur 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2) pneumókokkar .
 • 18 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir.  Þroskamat.  Sprauta/ rauðir hundar, mislingar, hettusótt.
 • 2 ½ árs:   Hjúkrunarfræðingur. Þroskamat, málþroski, fín- og grófhreyfiþroski.
 • 4 ára:   Hjúkrunarfræðingur.  Þroskamat, fín- og grófhreyfiþroski, sjónmæling.  Sprauta/barnaveiki, stífkrampi, kíghósti.

 

 


 

 

Deildarstýra er Þorgerður Hauksdóttir

Starfsfólk:

Hrafnhildur Ævarsdóttir Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir hrafnhildur.aevarsdottir@hsn.is
Guðfinna Nývarðsdóttir Hjúkrunarfræðingur gudfinna.nyvardsdottir@hsn.is
Halla Hersteinsdóttir Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir halla.hersteinsdottir@hsn.is
Ragnheiður D. Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir ragnheidur.dilja.gunnarsdottir@hsn.is
Þorgerður Hauksdóttir Hjúkrunarfræðingur thorgerdur.hauksdottir@hsn.is
María Arnfinnsdóttir Ritari maria.arnfinnsdottir@hsn.is

   

2 og 1/2 árs skoðanir

Upplýsingar um 2 1/2 árs skoðun

Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að mæta með börnin sín í 2 1/2 árs skoðun. Flest börn eiga skráðan tíma rúmlega 2 1/2 árs. Upplýsingar og tímapantanir hjá Maríu ritara í síma 460-4640 milli  kl. 10:00-12:00 virka daga. Vinsamlegast hafið meðferðis í ungbarnaverndina útfyllt eyðublað um barnið frá leikskólakennara.

 

Heyrnarmælingar nýbura á Akureyri

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sér um heyrnarmælingu á  nýburum ef þau hafa ekki verið heyrnarmæld á fæðingadeildinni. Tímapantanir eru í síma 581-3855, gott er að láta vita að þið viljið fá tíma á Akureyri. Allir foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín í mælingu, þeim að kostnaðarlausu.