Unglingamóttaka

Unglingamóttakan er staðsett á biðstofu á 4. hæð og er opin á þriðjudögum frá kl 15-16.

ATH lokað er yfir sumartímann  þá þarf að snúa sér beint til heimilislæknis.

Við unglingamóttökuna starfa hjúkrunarfræðingar. Síminn er 460 4672 á afgreiðslutíma móttökunnar.

Niðurstöður rannsókna sem teknar eru í unglingamóttöku:
Netfang fyrir rannsóknarniðurstöður: solveig@hsn.is
Ekki er gefið svar í tölvupósti  nema gefið sé upp nafn og kennitala og að póstur sé sendur úr tölvupóstfangi sem gefinn er upp í sjúkraskrá. Tölvupóstur er ekki fullkomlega öruggur samskiptamáti fyrir viðkvæmar upplýsingar og því ekki hægt að tryggja fullkomna leynd. Óskir þú eftir svari með þessum máta er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mögulegri hættu á að óviðkomandi lesi svarið.
Einungis eru gefnar upplýsingar um það hvort niðurstaða sé jákvæð eða neikvæð. Gera má ráð fyrir að allt að viku taki að rannsaka sýni en fyrirspurnum er svarað svo fljótt sem auðið er.

 Í unglingamóttökunni er reynt er að sinna þörfum þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð, áfengis- og vímumál, einelti, kynsjúkdóma eða vilja ræða getnaðarvarnir og kynlífsvandamál. Fyrst og fremst vonumst við til að móttakan mæti þörfum þeirra sem ekki hafa talið sig geta nýtt þjónustu heilsugæslustöðvarinnar með hefðbundnum hætti vegna opnunartímans og fyrirhafnar við að panta tíma.
Móttakan er ekki ætluð fyrir vottorðabeiðnir eða pestavandamál. Þeim skal beint til heimilislæknis.

Markmið með unglingamóttöku er að vinna að bættum lífsgæðum og aðstæðum unglinga og ungs fólks með því að:
* hvetja með fræðslu til bættrar sjálfsmyndar, sjálfsöryggis og stuðla að jákvæðu félagsumhverfi unglinga,
* draga úr ótímabærum þungunum ungra kvenna með því að gera getnaðarvarnir aðgengilegri ásamt fræðslu um siðfræði kynlífs og barneigna,
* draga úr afleiðingum kynsjúkdóma s.s. ófrjósemi,
* bæta geðheilbrigði með aukinni þjónustu til þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð og einelti,
* draga úr reykingum ungs fólks, áfengis-og vímuefnaneyslu,
* ungt fólk og unglingar á Akureyri þekki og nýti sér aðgengi heilbrigðis- og félagsþjónustu Akureyrar.

Hjálparsími Rauðakrossins er 1717

Sálræn skyndihjálp fyrir unglinga: http://www.redcross.is/efbara

Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir http://www.fkb.is/

Bæklingur um kynsjúkdóma: http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2811/Kynsjukdomar_2013_vefur.pdf

Forvarnarstarf læknanema http://astradur.is/