Færni og heilsumat

Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Einnig er gert færni og heilsumat fyrir tímabundna dvöl í hjúkrunarrými.

Þeir sem óska eftir varanlegri búsetu og tímabundinni dvöl (hvíldarinnlögn) á hjúkrunar - og dvalarheimilum fylla út umsókn um heimild til færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands.  

Hér er eyðublað fyrir umsókn um heilsu- og færnimat.

Hér er eyðublað fyrir umsókn fyrir tímabundna dvöl (hvíldarinnlögn)  í hjúkrunarrými.

Nánari upplýsingar um færni og heilsumat má lesa um á heimasíðu Embætti Landlæknis.

Umsókn um færni- og heilsumat á Norðurlandi þarf að berast til:
 

Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands

Heilsugæslustöðinni á Akureyri
Hafnarstræti 99
600 Akureyri

Símatími er á milli kl.9:45-11:45 í síma 517-6513. Ef ekki næst í starfsmenn færni og heilsumats vinsamlega hringið í skiptiborð 460-4600 til að fá frekari upplýsingar

Starfsmenn færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands eru Rannveig Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur rannveig.gudnadottir@hsn.is og Sigurbjörg Jónsdóttir ritari  sigurbjorg.jonsdottir@hsn.is

Hægt er að bóka viðtal hjá starfsmönnum FHMN ef óskað er eftir ráðgjöf.