Nýr stofnanasamningur við stéttarfélög

Fjögur stéttarfélög undirrituðu nýjan stofnanasamning við HSN
Fjögur stéttarfélög undirrituðu nýjan stofnanasamning við HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) skrifaði undir nýjan stofnanasamning við fjögur stéttarfélag í júní síðastliðnum en þau eru Kjölur stéttarfélag, SFR, Starfsmannafélag Húsavíkur og Starfsmannafélag Fjallabyggðar.
Markar þessi samningur mikil þáttaskil en níu stofnanasamningar sem voru í gildi eru nú sameinaðir í einn samning.
Þetta er annar stofnanasamningurinn sem HSN gerir við nokkur félög sem sameinast undir einn stofnanasamning en í lok október 2016 undirritaði HSN einnig stofnanasamning við Ölduna stéttarfélag, Einingu-Iðju og Framsýn stéttarfélag.

Félögin voru áður hvert og eitt með samning við þær stofnanir sem urðu að HSN og því var nú í fyrsta sinn sem félögin gengu saman til samninga við HSN.
Samningarnir voru áður mjög mismunandi en nú eru félögin komin með einn og sama samninginn eins og stefnt var að. Fulltrúar samstarfsnefnda og stjórnendur HSN eru ánægðir með áfangann og telja hann skref fram á við.

Samninginn má finna inn á innri vef HSN, heimasíðum félaganna og á sameiginlegu drifi HSN, S:ALLIR HSNStofnanasamningar