HEILSUVERA
Tímabókanir, bólusetningarupplýsingar, Endurnýjun lyfseðla o.fl.
Heilsuveru er tilvalið að nota fyrir stuttar fyrirspurnir, til að fá einfaldar ráðleggingar ásamt því að fá upplýsingar um niðurstöður rannsókna.
Vaktþjónusta er að Hafnarstræti 99, 6. hæð og er opin alla virka daga frá kl 14-18 og 10-14 um helgar og rauða daga.
Á bráðavakt starfa læknar og hjúkrunarfræðingur og sinna þau bráðaerindum s.s. skyndiveikindum eða sambærilegum atvikum.
Ekki eru afgreidd vottorð á vakt eða lyfjaendurnýjanir og ekki eru gefnir út lyfseðlar á eftirritunarskyld lyf.
ATH almenn móttaka og vaktmóttaka er aðgangsstýrð sem stendur vegna Covid-19 faraldurs og því er öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 432-4600.
Símsvörun er allan daginn frá kl. 8-18 og um helgar kl. 10-14 á meðan þessu stendur. Í einhverjum tilvikum er viðkomandi stefnt í skoðun eftir það.
Fjöldi sérfræðinga býr og starfar á Akureyri.
Við bendum á eftirfarandi vefslóðir fyrir upplýsingar og tímapantanir: