Bólusetning við árlegri inflúensu 2021

Bólusetning við árlegri influensu 2021

Heilsugæslustöðin á Akureyri auglýsir bóluefni við inflúensu og býður einstaklingum í áhættuhópi að skrá sig í tíma á Heilsuveru eða hringja á heilsugæslustöðina í síma 4324600. Bólusetning fer fram í Strandgötu 31.

Athugið: Það þurfa að líða a.m.k. 14 dagar milli  bólusetningar gegn  COVID – 19 og influenzubólusetningar.

Vinsamlegst mætið í fatnaði þar sem aðgengi að upphandlegg er gott – Munið eftir grímu og mætið ekki ef einhver covid einkenni eru til staðar.

Dagsetningar bólusetningar:

Vika: 43

Mánudagur 25. okt kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur

Þriðjudagur 26. okt kl: 14:15-18:00 - Áhættuhópur

Miðvikudagur 27. okt kl: 14:15-18:00 - Áhættuhópur

Vika: 44

Mánudagur 1. nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur

Þriðjudagur 2. nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur

Miðvikudagur 3.nóv kl: 14:15-18:00 – Áhættuhópur og aðrir

 

Næstu dagsetningar inflúensubólusetningar verða auglýstar síðar.


Áhættuhópar sem eru í forgangi við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.
       

Fyrirtæki geta sent inn lista eins og verið hefur, á akureyri@hsn.is, sjá eyðublað 

Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að

kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald, 500 kr skv. reglugerð nr. 225/2018 nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi.

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópi samkvæmt skilgreiningu Embætti landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr og bóluefnið (vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1800 kr.

Sjá ítarlegar upplýsingar hjá Embætti landlæknis