Vegna Covid-19 er tímabundið lokað fyrir krabbameinsleit (skimun) kvenna á Sak/HSN-Akureyri. Unnið er að því að flytja leghálsskimanir á Heilsugæslustöðina á Akureyri en vegna lokana vegna Covid-19 og flutnings frumurannsókna frá Krabbameinsfélagi Íslands þá mun það dragast og verður líklega ekki fyrr en um áramót. Þetta verður þó endurskoðað eftir miðjan nóvember ef smitum fækkar nægilega mikið á svæðinu.
- Send verður út tilkynning á heimasíðu HSN á Akureyri þegar bókanir hefjast í leghálsskimun. Konur sem eru í þéttara eftirliti vegna frumubreytinga munu verða í forgangi og geta látið setja sig á biðlista núna en geta einnig leitað eftir ráðleggingum hjá Krabbameinsfélagi Íslands
- Send verður út tilkynning á heimasíðu SAk þegar skimun brjóstakrabbameina hefst aftur á SAk, þess ber þó að geta að áfram er opið fyrir brjóstarannsóknir á SAk séu einkenni til staðar.
- Við hvetjum konur sem finna til einkenna að leita til heimilislæknis
- Konur geta skoðað skimunarsögu sína inn á vefnum island.is
- Við hvetjum konur til þess að vera duglegar að skoða sjálfar brjóstin, sjá kennslumyndband hér.
- Þær konur sem hafa greinst með krabbamein geta leitað ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis