Inflúensubólusetningar á Heilsugæslustöðinni á Akureyri

Inflúensubólusetningar munu nú fara fram á 6.hæð Heilsugæslunnar á Akureyri, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 11:00 - 11:45. Hægt er að bóka í gegnum Heilsuveru eða hringja á Heilsugæsluna í síma 432-4601. Munið að a.m.k 14 dagar þurfa að líða á milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID -19.