Heilsugæsluþjónusta

Heilsugæslustöðin starfar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu

 

Heilsugæslustöðin er staðsett í Hafnarstræti 99 á 3-6. hæð. Inngangur er frá göngugötunni (Amaróhúsið), frá Krónunni og frá Gilsbakkavegi inn á 6. hæð, þar eru bílastæði fyrir fatlaða.

Vaktþjónusta heilsugæslunnar fer fram á heilsugæslunni sjálfri. Hún er opin frá 14-17 alla virka daga og frá 10-14 um helgar og rauða daga.

Símanúmer bráðavaktar er 1700

Markmið heilsugæslunnar er að stuðla með öllum tiltækum ráðum að því að efla, bæta og viðhalda heilbrigði sem eykur vellíðan og velferð íbúanna á þjonustusvæði stöðvarinnar.

Heilsugæslustöðin á Akureyri sér um lækninga-, heilsuverndar- og hjúkrunarstarf utan sjúkrahúsa á Akureyri og nágrenni, fyrir utan nokkra þætti sem aðrir aðilar sjá um.

Tengiliðir:

Yfirlæknar heilsugæslunnar: Jón Torfi Halldórsson og Valur Helgi Kristinsson

Yfirhjúkrunarfræðingur: Ingibjörg Lára Símonardóttir

 

Nokkrir gagnlegir tenglar um heilsufarsleg efni.  

Ferðamannabólusetningar