Heilsugæsluþjónusta

Heilsugæslustöðin starfar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu

 

Heilsugæslustöðin er staðsett í Hafnarstræti 99 á 3-6. hæð. Inngangur er frá göngugötunni (Amaróhúsið), frá Krónunni og frá Gilsbakkavegi inn á 6. hæð, þar eru bílastæði fyrir fatlaða.

Vaktþjónusta heilsugæslunnar er nú með breyttu sniði og fer nú öll fram á heilsugæslunni sjálfri. Hún er opin frá 14-18 alla virka daga og frá 10-14 um helgar.

Símanúmer bráðavaktar er 1700

Markmið heilsugæslunnar er að stuðla með öllum tiltækum ráðum að því að efla, bæta og viðhalda heilbrigði sem eykur vellíðan og velferð íbúanna á þjonustusvæði stöðvarinnar.

Heilsugæslustöðin á Akureyri sér um lækninga-, heilsuverndar- og hjúkrunarstarf utan sjúkrahúsa á Akureyri og nágrenni, fyrir utan nokkra þætti sem aðrir aðilar sjá um.

Tengiliðir:

Yfirlæknir heilsugæslunnar: Jón Torfi Halldórsson

Yfirhjúkrunarfræðingur: Hulda Pétursdóttir

Skrifstofustjóri: Lára Ólafsdóttir

 

Nokkrir gagnlegir tenglar um heilsufarsleg efni.  

Ferðamannabólusetningar