Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra

  

Heilsueflandi heimsóknir eru hugsaðar sem fyrirbyggjandi heilsuvernd.

Í heilsueflandi heimsókn er lögð áhersla á:

  • að hvetja og styrkja til að viðhalda heilbrigði, færni og sjálfstæði sem lengst.
  • að stuðla að öryggiskennd og vellíðan á eigin heimili eins lengi og mögulegt er.
  • að veita upplýsingar um félagsstarf og þjónustu sem í boði er.
  • að veita ráðgjöf og meta í samráði við íbúa hvernig gengur að takast á við daglegt líf á sem bestan mögulegan  hátt  miðað við aðstæður      hvers og eins.

Einstaklingar 80 ára og eldri, sem eru án vikulegrar heimaþjónustu og/eða heimahjúkrunar, fá boð um heimsókn árlega.

Allir einstaklingar sem eru 75-79 ára geta pantað viðtal á heilsugæslustöðinni og/-eða símaviðtal við starfsmann heilueflandi heimsókna, ef viðkomandi á erfitt með að koma á staðinn mun starfsmaður fara heim til viðkomandi.

Við heilsueflandi heimsóknir starfa iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og hjúkrunarfræðingur.

Símanúmer heilsueflandi heimsókna er 517-6512.