Heilsuvernd grunnskólabarna er sinnt af hjúkrunarfræðingum og læknum heilsugæslustöðvarinnar.
Hjúkrunarfræðingar sem sinna heilsuvernd í grunnskólum hafa fastan viðverutíma í öllum grunnskólunum. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung - og smábarnavernd.
Markmiðið með heilsuvernd skólabarna er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu skilyrði sem völ er á. Áherslan er lögð á að fyrst og fremst beri foreldrar ábyrgð á heilsu og þroska barna sinna en heilsuvernd skólabarna beinist að fræðslu, heilsueflingu, bólusetningum, skimunum og skoðunum og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólk skólans.
Fræðslan og heilsuefning byggir á hugmyndafræðinni um 6 - H heilsunnar.
Deildarstýra er Ingibjörg S. Ingimundardóttir
ingibjorgi@hsn.is
Hjúkrunarfræðingar sem sinna heilsuvernd grunnskólabarna: