Heimahjúkrun

 

Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007.


Markmiðið með heimahjúkrun er að gera sjúklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni.

Heimahjúkrun er fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi.

Starfsfólk heimahjúkrunar HSN á Akureyri leggur áherslu á góða samvinnu við heilsugæsluna, Sjúkrahúsið á Akureyri, Búsetudeild Akureyrarbæjar og þá aðila sem sinna öldrunarþjónustu sem og aðrar heilbrigðisstofnanir á svæðinu. 

Starfstöð heimahjúkrunar hefur aðstöðu í Skarðshlíð 20.

Heimahjúkrun veitir sólarhringsþjónustu. Í heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Hjúkrunarfræðingur er á vakt frá kl. 08-22 alla daga.  Næturþjónustan er veitt af sjúkraliða.

Beiðni /umsókn um heimahjúkrun verður að berast frá heilbrigðistarfsmönnum (heilbrigðisstofnunum og starfsfólki í heilbrigðis-eða félagsþjónustu). Nota þar til gert eyðublað í Sögu, beiðni um heimahjúkrun. Mikilvægt að greina tilefni umsóknarinnar, sjúkdómsgreiningar og hjúkrunarvandamál. Óskað er eftir að hjúkrunar- og/eða læknabréf sé aðgengilegt í Sögunni.

Tilkynna þarf allar nýjar beiðnir á póstfangið heimahjukrun.ak@hsn.is  og með vísun í beiðnina í Sögunni. Þá er mikilvægt að tilgreina hvenær æskilegt sé að þjónustan hefjist.

Öll lyfjafyrirmæli þurfa að koma frá lækni. Þegar óskað er eftir aðstoð við lyfjagjafir þarf viðkomandi skjólstæðingur að vera í lyfjaskömmtun og með lyfjarúllu.  Áður en þjónustan getur hafist þarf að útvega læstann lyfjaskáp inn á heimili skjólstæðings.

Athugið ef þjónstubeiðandi er ekki með aðgang að Sögunni er hægt að senda beiðni á þetta sama póstfang.

 

Athugið ef skj. er innskrifaður í heimahjúkrun og óskað er eftir aukningu á hjúkrunarþjónustu t.d eftir dvöl á sjúkradeild eða hvíldarinnlögn, þá þarf að senda inn nýja beiðni.

Yfirhjúkrunarfræðingur tekur við öllum nýjum beiðnum og deilir út til teymisstjóra hjúkrunar.

Athygli er vakinn á að umsóknir um heimahjúkrun um helgar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á miðvikudegi. Ef beiðni berst utan dagvinnutíma eða eftir kl. 12:00 daginn fyrir almennan frídag, t.d. á föstudegi, þá getur afgreiðsla dregist fram á næsta virka dag (allt að 72 klst.) Komi beiðni frá sjúkrahúsi um að hefja þjónustu innan sólarhrings verður reynt að verða við því.

Sbr. Þjónusturamma heimahjúkrunar  á heimasíðu HSN – Heimahjúkrunar á Akureyri:  Þjónusturammi heimahjúkrunar

 

Teymisstjórar heimahjúkrunar eru Bergþóra Stefánsdóttir, Hildur Ósk Rúnarsdóttir, Írís Björk Gunnlaugsdóttir og Ingunn Erla Ævarsdóttir.

 

Símatími er á milli kl. 11:00-12:00 alla virka daga í síma heimahjúkrunar 461 2492.

Vaktsími s: 893-5711    

 

Yfirhjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar er Eva Björg Guðmundsdóttir.

S:863-7532  kl. 8-16 virka daga.