Hjúkrunarmóttaka

Tímapantanir hjá hjúkrunarfræðingum í móttöku eru daglega frá kl. 8:00-15:00 í síma 432-4600.

Hjúkrunarfræðingar sinna meðal annars:

 • Ráðgjöf, upplýsingum og fræðslu
 • Eftirliti með heilsufari og líðan
 • Sárameðferð, saumatökum og húðmeðferð
 • Sprautu - og lyfjagjöfum
 • Rannsóknum og mælingum, s.s. blóðþrýstingsmælingum, hjartalínuriti og öndunarmælingum
 • Eftirliti og meðferð með klamydiusmiti í samvinnu við lækna
 • Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningum vegna ferðalaga í samvinnu við lækna
 • Ónæmisaðgerðum, t.d. gegn inflúensu
 • Ráðgjöf og leiðbeiningum fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl, eins og mataræði og hreyfingu
 • Andlegum stuðningi og sjálfsstyrkingu 
 • Leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið