Hjúkrunarvakt

Hjúkrunarvakt

Vaktþjónusta hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni er opin fyrir almenn veikindi og smáslys alla virka daga frá klukkan 8:00-10:00.

Hringja þarf í síma 432-4600 til að panta tíma á hjúkrunarvakt.


Hjúkrunarfræðingur metur hvert tilfelli fyrir sig og vísar til læknis eftir þörfum.

Einnig eru hjúkrunarfræðingar með símaráðgjöf alla daga frá 8:00-15:00 en símtölum er svarað eins fljótt og hægt er. 

Erindi á hjúkrunarvakt

Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða smáslys.  Til dæmis er algengt að foreldrar með veik börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu.  Öllum erindum sem koma á hjúkrunarvaktina er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki.