Læknisþjónusta

Við heilsugæslustöðina eru starfandi 10 sérfræðingar í heimilislækningum í 9 stöðugildum.
Einnig starfa oft sérnámslæknar í heimilislækningum 1-2 ár í senn og læknakandidatar í 4-6 mánuði í senn.

Heimilislæknar hafa viðtalstíma sem eru 20 mínútur hver.  

Heimilislæknar taka þátt í heilsuvernd, s.s. meðgönguvernd, ungbarnavernd og heilsuvernd í skólum.

Símatímar eru daglega og eru ætlaðir fyrir fljótafgreidd erindi, sjá hér 

Tímapöntun hjá heimilislækni

Til að panta eða bóka tíma hjá lækni hringir þú í síma 432 4600. Móttökuritari tekur niður nafn þitt, kennitölu og símanúmer og hjúkrunarfræðingur mun hringja í þig samdægurs eða næsta dag.

Hjúkrunarfræðingur metur þitt erindi með tilliti til hversu aðkallandi erindið er og gefur tíma í samræmi við það. Einnig getur hjúkrunarfræðingur veitt ráðgjöf og sinnt erindum sem áður voru í höndum lækna.

Skráning á heilsugæslustöð

Í þeim tilvikum þegar ekki er hægt að bjóða fólki fastan heimilislækni hefur fólk rétt á að skrá sig á heilsugæslustöðina. Þeim einstaklingum gefst kostur á að bóka tíma hjá læknum sem ekki hafa fastan skjólstæðingahóp.

Við skráningu á heilsugæslustöðina þarf umsækjandi að koma á 6. hæð  og undirrita heimild um flutning sjúkraskrárgagna.

Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað, sem má fá í afgreiðslunni á 6. hæð.

Útfylltar umsóknir skal afhenda á heilsugæslustöðinni

Vaktþjónusta heimilislækna 

Móttaka fyrir bráð erindi er opin alla virka daga frá kl 14-18 og frá kl 10-14 um helgar. Vaktþjónustan er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Utan þess tíma er vaktþjónusta í gegnum símann 1700

Eitt afmarkað erindi er þannig afgreitt samkvæmt því.

Sé fólk í vafa með aðstæður getur það alltaf leitað aðstoðar í síma 1700 þar sem hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið.

Í neyð skal ávallt hringja í 112.