Meðgönguvernd

Meðgönguverndin er opin alla virka daga, ritari gefur tíma, veitir upplýsingar og tekur skilaboð til ljósmæðra í síma: 432 4605 á milli kl. 08:15 og 10:00.

Meðgönguvernd á heilsugæslustöðinni  

Í meðgönguvernd er verðandi foreldrum boðið upp á að koma reglulega til viðtals og skoðunar hjá ljósmóður. Alla jafna koma verðandi foreldrar í fyrsta skiptið þegar eru liðnar 10-14 vikur af meðgöngunni og síðan á nokkurra vikna fresti allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum.

Reynt er að leggja áherslu á það að sama ljósmóðirin sinni fjölskyldunni allan meðgöngutímann og heimilislæknir fjölskyldunnar kemur einnig að málum ef þurfa þykir.

Markmið meðgönguverndar eru:

* Að stuðla að sem bestri líðan foreldra og barns á meðgöngutímanum og eftir fæðinguna.

* Að greina áhættuhópa sem þurfa aukna þjónustu og sinna þörfum þeirra sérstaklega.

* Að fyrirbyggja og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á meðgöngutímanum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fæðingarlæknar taka þátt í meðgönguverndinni þar sem öllum verðandi mæðrum er boðið upp á sónarskoðun í kringum 20. viku meðgöngu og sinna þeir eftirliti kvenna, sem af einhverjum ástæðum þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu.

Boðið er upp á foreldrafræðslu, að hluta til í fyrirlestraformi og að hluta til í viðtölum hjá ljósmóður.

Dagskrá  má nálgast HÉR     ATH öll foreldrafræðsla fellur niður vegna COVID-19 fram að jólum

                                          Fræðsla eða upplýsingar um fræðsluefni fer fram í viðtölum hjá ljósmóður í meðgönguvernd og í ungbarnavernd

Við vekjum athygli á því að fæðingarfræðsla og önnur tilfallandi fræðsla fer fram í viðtölum hjá ljósmóður.