Krabbameinsleit

Krabbameinsleit

Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum fer fram u.þ.b. 2 daga í mánuði á SAK, gengið er inn um slysadeildarinngang á SAK.  Lokað er í júní,  júlí og ágúst.
Tímapantanir eru alla daga kl. 13:00-16:00 í síma 432 4600.

Umsjón með leitinni hefur Sólveig H. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ritarar frá HSN á Akureyri sjá um móttöku og skráningu.
Ljósmæður HSN sjá um leitina.

Allar konur á aldrinum 23-65 ára eru boðaðar með bréfi frá Krabbameinsfélagi Íslands í leghálsskoðun á þriggja ára fresti. Allar konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti

Fræðsluefni:

Fræðsluefni frá Krabbameinsfélagi Íslands

Tengsl lífshátta og krabbameins 

Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands