Lyfjaendurnýjun

Rafræn lyfjaendurnýjun

Þú getur sent inn beiðni um endurnýjun lyfseðla á heimasíðunni heilsuvera.is. Athugið að til að auka öryggi við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja.

 

Lyfjaendurnýjun í síma

Læknaritarar á heilsugæslunni taka á móti beiðnum um endurnýjun lyfseðla alla virka daga
kl. 9:00 - 10:30 í síma 432 4603 

Eingöngu er hægt að fá endurnýjun lyfja sem tekin eru að staðaldri og heimilislæknir þinn á stöðinni hefur áður ávísað. Ekki er hægt að fá sýklalyf endurnýjuð í þessum síma.

Læknir endurnýjar síðan lyfseðil eftir að hafa metið beiðnina. Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður eða langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu. Eftirlit er nauðsynlegt við langtíma lyfjanotkun.

Athugið að ekki er öruggt að lyf séu afgreidd samdægurs. Tilkynning um endurnýjun lyfseðils er send með SMS í farsíma ef símanúmerið er skráð á þínu svæði á heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er að því fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Vinsamlega leitið eftir notkun á fjölnota lyfseðlum hjá heimilislækni. Þeir eru ekki afgreiddir í lyfjasíma.