Höfðingleg gjöf frá Hollvinasamtökum HSN á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu á dögunum HSN á Blönduósi að gjöf, til notkunar á öllum deildum, sjö United 32“ LED sjónvörp ásamt veggfestingum að andvirði 307.965 kr. Það var Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður samtakanna, sem afhenti gjöfina en Gerður Beta Jóhannsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd stofnunarinnar.

Það er von Hollvinasamtakanna að búnaður þessi komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Sigurlaug Þóra afhendir Gerði Betu tækin að viðstöddu fjölmenni. Ljósm: Kári Kárason