Kvenfélagið Vonin styður við félagsstarf

Kvenfélagið Vonin studdi nýverið myndarlega við félagsstarf íbúanna á dvalarrými HSN á Blönduósi en stjórnarkonur kvenfélagsins komu færandi hendi með 50.000 krónur, sem nýta skal í félagsstarfið.
Bóthildur Halldórsdóttir, umsjónarmaður starfsins tók á móti gjöfinni, sem mun koma að góðum notum í félagsstarfinu.
HSN færir kvenfélaginu bestu þakkir fyrir gjöfina og hlýjan hug.

Kvenfélagskonurnar Gréta Björnsdóttir, Björg Bjarnadóttir og Þóra Sverrisdóttir ásamt Helgu Margréti yfirhjúkrunarfræðingi sjúkrasviðs og Bóthildi Halldórsdóttur, umsjónarmanni félagsstarfsins sem tekur við gjöfinni.