Heilsugæsluþjónusta

Á heilsugæslunni er veitt almenn heilsugæsluþjónusta, móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga. Móttökuritarar taka á móti tímapöntunum og veita allar almennar upplýsingar um starfsemina og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks.

Heilsugæslan á Blönduósi og á Skagaströnd er opin frá kl. 08:00-16:00.

Símanúmerið er 432-4100.

Viðtalstími lækna er alla virka daga á Blönduósi en á Skagaströnd annan hvorn þriðjudag og alla fimmtudaga frá kl. 09.00 - 11.00.

Viðtals- og símatímar eru pantaðir hjá riturum frá kl. 08:00 – 16:00 alla virka daga.

 

Blóðprufur á Blönduósi eru teknar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 08:00 - 09:00 og á Skagaströnd á þriðjudögum milli kl. 08:00 - 08:30. Panta þarf tíma í blóðprufur.

 

Þjónusta:

 • Heilsugæslulæknar
 • Hjúkrunarfræðingar
 • Símaþjónusta
 • Skyndi- og slysamóttaka
 • Smáaðgerðir
 • Rannsóknir
 • Mæðravernd
 • Ungbarnavernd
 • Heimahjúkrun
 • Heilsugæsla í skólum
 • Ráðgjöf
 • Ónæmisaðgerðir fullorðinna
 • Krabbameinsleit
 • Sérfræðilæknar
 • Ljósameðferð