Heimahjúkrun

 Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007.

 Markmiðið með heimahjúkrun er að gera einstaklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni.

Heimahjúkrun er fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi.

 Beiðni/umsókn um heimahjúkrun verður að berast skriflega frá heilbrigðisstarfsfólki (heimilislækni, læknum eða hjúkrunarfræðingum stofnana). Mikilvægt er að greina tilefni umsóknar, sjúkdómsgreiningar og þörf fyrir hjúkrun.

 Yfirhjúkrunarfræðingur eða verkefnisstjóri heimahjúkrunar taka á móti umsóknum.

 Þjónustan er tímabundin og veitt á meðan þörf er á faglegri hjúkrunarþjónustu. Þjónustan er að mestu veitt á dagvinnutíma virka daga en einnig um helgar þegar þörf er á.

 Þjónusturammi heimahjúkrunar

 Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSN á Blönduósi er Ásdís H. Arinbjarnardóttir,.

Netfangið er: asdis.arinbjarnardottir@hsn.is 

 Síminn er 432-4100 á dagvinnutíma.

Heimahjúkrun er í samstarfi við heimaþjónustu Austur-Húnavatnssýslu og skipuleggur dagleg störf í samvinnu við starfsfólk hennar. Heimahjúkrun er byggð á fyrirfram skipulögðum vitjunum og er ekki fært að koma í vitjun fyrirvaralaust né að dvelja hjá eða vaka yfir sjúklingum. Hjúkrunarfræðingur eða sérhæfður sjúkraliði kemur í fyrstu vitjun og metur hjúkrunarþörfina. Starfsfólk heimahjúkrunar annast alla þá hjúkrun, líkamlega sem andlega, sem við á og hægt er að veita við þær aðstæður sem heimili býður upp á. Heimahjúkrun er veitt án endurgjalds en skjólstæðingum ber að greiða fyrir ýmis hjálpartæki og áhöld skv. reglum Tryggingastofnunar ríkisins.

Umsókn um heimahjúkrun