Mæðravernd

Mæðravernd við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi

Tilgangur mæðraverndar er að fylgjast með heilbrigði verðandi móður og vexti og þroska fósturs í móðurkviði. Veita upplýsingar um eðlilegar breytingar á meðgöngu og um það sem í vændum er.
Skoðanir fara fram á heilsugæslunni á Blönduósi fimmtudaga kl. 8-12 og eftir hádegi á heilsugæslunni á Skagaströnd, ef þörf er.
Tímapantanir eru í síma 455-4100 virka daga milli kl. 8-16 eða í skoðun.

Fyrsta skoðun er oftast á 10. til 12.  viku meðgöngu, reiknað frá fyrsta degi síðustu tíða. Síðan á u.þ.b. fjögurra vikna fresti til 32. viku. Þá á tveggja vikna fresti til 36. viku og síðan vikulega til loka meðgöngu.

Fæðingarstaður: Þú ættir að skoða tímanlega með maka hvar þú ákveður að fæða barnið.  Nú eru engar fæðingar hér við stofnunina.  Á Akureyri hefur oft verið hægt að leigja herbergi eða íbúð gegn vægu gjaldi fyrir konur sem bíða fæðingar (upplýsingar um það eru í síma 463 0100). Sumar konur ákveða að fara ekki fyrr en í upphafi fæðingar og þá ýmist með einkabíl eða í sjúkrabíl.  Ákvörðunin þarf að sjálfsögðu að vera í tengslum við gang fyrri fæðinga ef þú hefur fætt barn áður og veðurútlit þegar komið er nálægt fullri meðgöngu.

Sængurlega: Heimaþjónusta ljósmóður er ekki í boði hér í héraðinu, þess í stað koma hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar heim til ykkar einu sinni til tvisvar í viku fyrstu fjórar vikurnar. Eftir það fer ungbarnaeftirlitið fram á heilsugæslunni. Þú þarft að láta hjúkrunarfræðingana vita þegar þú ert komin heim eða hyggur á heimferð.

 

Símanúmer:
Heilbrigðisstofnunin 455 4100.
Vakthafandi læknir utan opnunartíma heilsugæslu 1700.
Heimasími Bjarneyjar ljósmóður 452 4560, gsm 867 4566.