Öldrunarþjónusta

Á HSN Blönduósi eru 22 hjúkrunarrými og 9 dvalarrými.  Deildin skiptist í tvær einingar A- og B- gang. Á A-gangi eru einnig sjúkrarými og þar dveljast að jafnaði þeir skjólstæðingar sem þurfa meiri aðstoð.  Á B-gangi dveljast skjólstæðingar sem eru meira sjálfbjarga.  Á deildunum er veitt hjúkrun þar sem hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn hafa umsjón með skjólstæðingum og leitast er við að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir þeirra.  Virkni er nauðsynleg og getur falist í ýmiskonar athöfnum eftir áhuga og getu skjólstæðinga. Á deildunum starfar einnig sjúkraþjálfari og starfmaður í virkni.

Á deildunum er einnig hvíldarinnlagnarpláss en fólk dvelst þá í ákveðin tíma þar sem það fær mat á heilsu, endurhæfingu og þjálfun í ýmsum athöfnum. Komin er góð reynsla á þessar innlagnir en fólk nær að dvelja lengur heima ef það fær þjálfun og uppvinnslu reglulega. Samvinna við hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu HSN á Blönduósi er mikil og er þörf á innlögn metin reglulega.

Á heilsugæslu í samvinnu við félagsþjónustuna er verið að byrja með heilsueflandi heimsóknir.

Frekari upplýsingar veita vakthafandi hjúkrunarfræðingar í síma: 455-4141