Dvalardeild

Aðstaða á dvalarheimili
Dvalarrými HSN Blönduósi eru 9 talsins. Innifalið er aðstoð og umönnun, lyf, læknishjálp, hjálpartæki (nema hjólastólar). Snyrtivörur koma einstaklingar með sjálfir.
Einstaklingar hafa sín eigin húsgöng hjá sér og reynt er í samráði við einstaklingana og aðstandendur að gera herbergin sem heimilislegust. Einstaklingar ráða hvort þeir koma með eigin kodda, sæng og rúmföt en mörgum finnst notalegra að hafa sitt eigið.
Metið er hverju sinni hvort einstaklingar vilja hafa sitt eigið rúm eða þurfa á sjúkrarúmi að halda.