Sjúkradeild

Við innlögn á deild

Við innlögn á HSN Blönduósi biðjum við sjúklinga að hafa með sér:   

    -Snyrtivörur s.s. tannbursta, tannkrem, greiðu og rakvél

    -Góða inniskó sem styðja vel við fætur

    -Náttslopp.

    -Hjálpartæki s.s. heyrnartæki og gleraugu

    -Hjálpartæki s.s. staf, göngugrind, hjólastól

    -Léttan fatnað sem þægilegt er að klæðast

 

Lyf

Á meðan sjúklingur er á sjúkrahúsinu á hann aðeins að nota lyf í samráði við lækna deildarinnar.  Lyf og lyfjakort skal því afhenda lækni eða hjúkrunarfræðingi sem hann fær síðan aftur við brottför svo og ráðleggingar um áframhaldandi meðferð.  Æskilegt er að þeir sem eru með lyfjaskömmtun og á föstum lyfjum komi með sín lyf að heiman.

 

Annað

Ekki er tekin ábyrgð á persónulegum munum sjúklinga sem geymdir eru á sjúkrastofum. Hægt er að fá verðmæti geymd í læstum skáp á vaktherbergi.

 

Matur

Sjúklingar velja vissar fæðutegundir í morgunverð og kvöldverð í samráði við hjúkrunarfræðing. Hafi fólk sérstakar óskir er reynt að verða við þeim.
Á dvalardeild matast heimilisfólk í borðstofu á 3. hæð.
Matartímar:
Morgunmatur 9:00-9:30
Hádegismatur 12:00-12:30
Miðdagskaffi 15:00 -15:30
Kvöldmatur 18:00-18:30
Kvöldkaffi 20:00-20:30
Ísskápur er staðsettur á milligangi 3.hæðar þar sem hægt er að geyma drykki og millimál.

 

Heimsóknir

Heimsóknartími til sjúklinga og heimilisfólks HSN, Blönduósi er frjáls. Húsið er opið frá kl. 08:00 til 21:00. Eftir það er svarað í dyrasíma. Vinsamlegast hafið samt samráð við hjúkrunarfræðing á vakt ef um er að ræða mjög veika einstaklinga sem á að heimsækja.

 

 Sími - internet

Skiptiborð er opið alla virka daga frá kl. 8-16, sími 432-4100. 

Heimilt er að nota farsíma og hægt er að tengjast þrálausu Wi-fi neti.

 

Reykingar

Eru bannaðar innan dyra og á lóð stofnunarinnar. 

 

Kapella

Í kjallara er kapella. Vinsamlegast hafið samband við hjúkrunarfræðing ef þið óskið eftir aðstoð við að ná í prest.
Í kapellunni fara fram athafnir s.s. kistulagningar.

 

Virknistarf

Iðjuþjálfi sér um virknistarf m.a. upplestur, bingó, myndbandssýningar og ýmsar aðrar uppákomur.

 

Sjúkraþjálfun

Angela Berthold sjúkraþjálfari sinnir sjúkraþjálfun á deildinni.

 

Þvottur                                                                                                                                          

Þvottahús er starfrækt innan stofnunarinnar. Þar er allt lín þvegið sem og einkaþvottur vistmanna.

 

Útskrift

Við útskrift er farið yfir lyf og lyfjakort skjólstæðinga, og þörf fyrir  heimahjúkrun eða heimaþjónustu metin.

 

Fjölskyldufundir                                                                                                                   

Fjölskyldufunir eru haldnir ef þess er óskað. 

Vinsamlegast hafið í huga að virða þagnarskyldu og ræða ekki um sjúkdóma og meðferð annarra, starfsfólk er bundið þagnareið.