COVID HÓPSMIT Á DALVÍK

COVID HÓPSMIT Á DALVÍK

 

Eins og flestum er kunnugt hefur komið upp hópsmit á Dalvík. Þetta hefur víðtæk áhrif. Þeir sem eru smitaðir eru í einangrun og tugir eru í sóttkví. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman og geri það sem hægt er til að fyrirbyggja frekari útbreiðslu faraldursins.

 

Heilsugæslustöðin er opin frá kl. 8 til 16 en fólk er beðið að koma ekki á stöðina heldur hringja. Þeim sem verða að koma verður boðinn tími en við reynum að leysa sem mest í gegn um síma.

Starfsfólki stöðvarinnar hefur verið skipt í tvo hópa sem ýmist eru á heilsugæslustöðinni eða starfa heima. Af þessum sökum verðum við forgangsraða í þjónustunni. Það sem getur beðið er slegið á frest.

 

Ungbarnavernd og mæðravernd er með breyttu sniði. Viðkomandi eru beðnir að kynna sér þessar breytingar á https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/10/29/Breytt-fyrirkomulag-a-heilsuvernd-a-heilsugaeslustodvum/

 

Skólahjúkrun breytist þannig að hjúkrunarfræðingur hefur ekki viðtalstíma í skólanum. Hægt er að hafa samband símleiðis.

 

Heimahjúkrun verður óbreytt að mestu en reynt verður að leysa sumt í gegn um síma.

 

Um blóðprufur gildir það sama og um aðra þjónustu. Því sem ekki getur beðið verður að sjálfsögðu sinnt en öðru frestað.

 

 

Til að fá samband við heilsugæslustöðina á milli kl 08 og 16 er hringt í 432 4400. Vinsamlegast sýnið þolinmæði og hringið aftur ef þið náið ekki í gegn því að álagið er mikið. Utan venjulegs vinnutíma er hringt í 1700. Þar er svarað allan sólarhringinn. Hringið í 112 í neyðartilfellum.

 

Mikilvægt er að koma alls ekki á heilsugæsluna ef þið finnið fyrir einkennum sem geta vakið grun um COVID sýkingu. Hringið í okkur til að fá tíma í sýnatöku.