Bólusetning gegn Covid á Heilsugæslustöðinni á Dalvík

Bólusetning gegn Covid á Heilsugæslustöðinni á Dalvík 

Bólusett verður gegn Covid á þriggja vikna fresti í janúar, febrúar og mars.  Bólusett verður 26. Janúar, 16. Febrúar, 9. Mars og 30. Mars.

Bólusett verður í Bergi eins og áður og hringja þarf á heilsugæsluna í síma 432-4400 til að panta tíma í bólusetningu.

Bólusetningin er í boði fyrir alla 16 ára og eldri sem hafa ekki hafið bólusetningu gegn Covid en einnig þá sem hafa fengið eina eða tvær bólusetningar.

Það þurfa að líða 5-6 mánuðir frá bólusetningu 2 þar til hægt er að fá örvunarskammt.