Bólusetning gegn árlegri inflúensu haustið 2018

Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin
Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin

Boðið verður upp á inflúensubólusetningu í byrjun október. Hægt er að velja um þrjá daga.
Ekki er nauðsynlegt að panta tíma, heldur einungis mæta á heilsugæsluna á Dalvík þessa daga:

  • Mánudagur    1. október  frá kl. 13:00 – 16:00
  • Miðvikudagur 3 október  frá kl.  08:00 – 12:00
  • Föstudagur     5. október  frá kl.  08:00 –12:00

 Sóttvarnarlæknir mælist til að eftirfarandi áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar og fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en komugjaldið á heilsugæslustöð þarf að greiða: 

  • Allir einstaklingar eldri en 60 ára.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki.
  • Illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.  
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhóp sem taldir eru hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Einnig er mælt með bólusetningu gegn lungnabólgu-bakteríum (pneumococcum) fyrir einstaklinga í áhættuhópi.

Fyrirtæki sem óska eftir bólusetningu fyrir starfsmenn sína sendi tímanlega lista  á HSN - Dalvík. Nauðsynlegt að fram komi nafn fyrirtækis, kennitala og heimilisfang. Þar fyrir neðan skulu vera nöfn og kennitölur starfsmanna.

 Bólusett verður í Hrísey þriðjudaginn 9. október kl 11:30-12:30.

Vinsamlegast pantið tíma á heilsugæslustöðinni á Dalvík í síma 466-1500. Einungis verður hægt að greiða með peningum.