Gjöf frá Lionsklúbbnum Sunnu á Dalvík

Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fékk á dögunum rausnarlega gjöf.  Gjöfin sem um ræðir er hjartahnoðtæki og var afhent af Lionsklúbbnum Sunnu á Dalvík.  Umrætt tæki verður staðsett í sjúkrabíl á Dalvík.  Lionskonur hófu söfnun fyrir tækinu í byrjun árs og fengu hvarvetna góðar viðtökur, hvort sem leitað  var til opinberra aðila eða einkafyrirtækja á Dalvík.

Á myndinni má sjá þegar gjöfin var formlega afhent af Lionskonum.  Það var teymi sjúkraflutningafólks á Dalvík sem tók við gjöfinni fyrir hönd HSN, ásamt Guðmundi Pálssyni yfirlækni.  Á myndina vantar Guðmund Pálsson.