Skoðunarbekkur að gjöf

 

 Konur úr kvenfélaginu Hvöt á Árskógsströnd komu færandi hendi á Heilbrig›isstofnun Norðurlands á Dalvík nú í vikunni, og færðu stofnuninni að  gjöf nýjan skoðunarbekk.  Nýji bekkurinn er rafknúinn og auðveldar það mjög aðgengi sjúklinga og vinnu hjúkrunarfólks. Verðmæti gjafarinnar eru  um 230 þúsund krónur.

 

Hvatarkonur ásamt Anitu Aanesen, hjúkrunarfræðingi. Og að sjálfsögðu þurfti að vígja bekkinn