Ferðamannabólusetningar

 
Heilsugæslustöðin býður upp á bólusetningar fyrir fólk sem hyggur á ferðalög nær og fjær. Jafnframt eru gefnar ráðleggingar til varnar sjúkdómum. Allar bólusetningar eru tiltækar. 
 
 Við ráðleggjum fólki að vera tímanlega í því að panta tíma vegna ferðamannabólusetninga því að oft getur verið nauðsynlegt að gefa fyrstu sprautuna nokkrum mánuðum áður en lagt er í ferðina. Hjúkrunarfræðingar sjá um bólusetningarnar í samráði við lækna. Athugið að taka með bólusetningaskírteini ef það er tiltækt. 
 
Tímapantanir í síma: 432-4400