Læknisþjónusta

Við heilsugæslustöðina á Dalvík starfa tveir læknar.
 
Veitt er öll almenn læknisþjónusta. Tímapantanir hjá móttökuritara í síma 432 4400.
Bráðatilfellum er sinnt samdægurs. 
Læknir er á vakt allan sólarhringinn og sinnir erindum sem ekki geta beðið næsta dags.
Vaktsími er 1700.
 
 
ENDURNÝJA LYFSEÐIL
 
Hægt er að hringja í síma heilsugæslustöðvarinnar, 432 4400, og óska eftir lyfjaendurnýjun. Hægt er líka að endurnýja lyfseðil í Heilsuveru.
 
Til að fá lyfseðil samdægurs þarf að óska eftir því milli kl. 09 og 11 virka daga. Einungis er hægt að fá lyfseðla fyrir lyfjum sem fólk tekur að staðaldri og læknar Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík hafa áður skrifað upp á. 
 
Nauðsynlegt er að fram komi:
 
    1. Nafn - Kennitala. 
    2. Nafn lyfs og styrkur.