Lífsstílsmóttaka

                                    

Lífsstílsmóttakan vinnur samkvæmt hugmyndum um heilsueflingu þar sem skjólstæðingum er hjálpað t.d. með að nýta eigin krafta til að bæta heilsuna. Lindström og Eriksson líkja þessu við  að synda í á með fossi. Þegar við fæðumst höfum við mismunandi aðstæður og fallið  í ána í mismunandi fjarlægð frá fossinum. Með reynslu lífsins lærum við að synda og af reynslu lífsins lærum við að byggja upp getu okkar, lærum að þekkja og nýta úrræði og gripa tækifæri til betri helsu (Lindström, Eriksson, 2015).

 Heildræn nálgun felur í sér að líta á einstakling sem eina heild, líkama og sál. Heildræn meðferð skoðar þannig heildina en ekki einungis einn hluta eða galla eins og t.d. offituna og hvernig hægt er að laga það án þess að vita af hverju offitan er til staðar. Því er mikilvægt að þekkja undirliggjandi orsakir sem geta valdið offitu og meðhöndla þær (Cornforth, 2013).

 Markmið

  • Að byggja upp heilsueflandi teymi sem veitir ráðgjöf við sykursýki og offitu.
  • Að ná betri stjórn á þessum sjúkdómum.

Markhópur 

  • Fólk í áhættu fyrir eða  með sykursýki II
  • Börn og fullorðir með Lþs > 30

  Skilgreining offita:

Offita er langvinnur sjúkdómur sem einkennist af aukinni fitusöfnun í líkamanum og notaður er líkamsþyngdarstuðull (LÞS)(Cole, 2000,2012) til flokkunar:              

Undir kjörþyngd          ˂ 18.5

Kjörþyngd                   18.5-24.9

Ofþyngd                      25,0-29.9

Offita fyrsta stig          30.0-34.9

Offita annað stig         35.0-39.9

Offita þriðja stig          ≥40

 

Fyrir börn er notaður Lþs þar sem tekið er mið af aldri og kyni (isoLþs) .

 

Aukinn fitusöfnun í kvið veldur aukinni áhættu á efnaskiptasjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum. Kviðfita er metin með mælingu á mittismáli. Mittismál er mælt í láréttri línu um kvið og er mælt mitt á milli neðsta rifs og efri brúnar mjaðmakambs.

Mittismál:  Konur < 80 cm

                    Karlar < 94 cm

 

Sykursýki II: Samkvæmt WHO (2011)  er mælt með að HbA1c sé notað til að greina sykursýki II.

Greiningarmörk sykursýki II eru:

  • HbA1c ≥48 mmol/mol (6,5 %), eða
  • Fastandi plasma-glúkósa ≥7,0 mmol/L, eða
  • Plasma-glúkósa ≥11,1 mmol/L 2 klst. eftir að sykurþolspróf er sett af stað.

 

Hjúkrunarfræðingur í lífsstílsmóttökunni er: Anita Aanesen

Tímapantanir: 432-4400