M
arkmið meðgönguverndar er að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði móður og barns á meðgöngunni, í fæðingunni og eftir fæðingu. Greina áhættuþætti og vísa áfram til viðeigandi sérfræðinga ef vandamál koma upp.
Í meðgönguvernd gefst verðandi foreldrum kostur á að koma reglulega á meðgöngutímanum og hitta ljósmóður og heimilislækni ef ástæða er til.
Fyrsta skoðun er oftast í kringum 8-12 vikur.
Skoðanir hjá ljósmóðir eru 7-10 talsins á eðlilegri meðgöngu og metur hún hvort viðbótarskoðana sé þörf.
Áhættumeðgönguvernd er í samstarfi við fæðingalækna fæðingadeildar FSA.
Opnunartími:
Meðgönguverndin er á þriðjudögum kl: 08:00-12:00 og á föstudögum kl: 08:00-12:00.
Ljósmóðir svarar í síma eftir þörfum. Tímapantanir eru alla virka daga kl: 08:00-16:00 í síma 432-4400.
Ljósmóðir er Lilja Guðnadóttir | lilja.gudnadottir@hsn.is