Rannsókn

Á Dalvík er lítil rannsóknarstofa þar sem unnar eru einfaldar skyndirannsóknir úr blóði, þvagi og hægðum. Annars eru sýni send á HSN-Húsavík, SAk og Landspítalann eftir því sem við á.

Hægt er að panta tíma í allar almennar blóðprufur á heilsugæslustöðinni mánudaga til fimmtudaga kl 8 – 9, og fyrir blóðþynningarmælingar (Kóvarskömmtun) eru prufur dregnar á mánudögum og þriðjudögum.

Þegar börn koma í blóðprufu er mikilvægt að búið sé að setja Emla deyfikrem í báðar olnbogabætur amk 30 mínútum fyrir komu.