Ungbarnavernd

Ungbarnaverndin er á þriðjudögum kl: 13:00-16:00 og á miðvikudögum kl: 08:00-16:00

 Tilgangur ungbarnaverndar er að fylgjast með vexti og þroska hins nýfædda barns. Styðja fjölskylduna í sínu nýja hlutverki og leiðbeina ef upp koma vandamál. Ungbarnavernd nær yfir fyrstu ár barnsins og er síðasta skoðun er þegar barnið er 4. ára.

Nýorðnum foreldrum er boðið upp á vitjanir hjúkrunarfræðings fyrstu vikurnar eftir fæðingu barnsins. Eftir  6 vikna aldur fer ungbarnaverndin fram á heilsugæslustöðinni og er sinnt af hjúkrunarfræðingi og læknum.

 

Hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd er: 

Lilja Guðnadóttir: 0 - 4 ára  (lilja.gudnadottir@hsn.is)