Árleg bólusetning gegn influenzu.

 

 Bólusetning gegn árlegri Inflúensu í október

28.09 – 20.10.2017

Ekki verður bólusett alla virka daga á tímabilinu og því

tímapantanir nauðsynlegar.

 

Tímapantanir á Ólafsfirði alla daga frá kl. 08-16.  í síma 4664050.

Tímapantanir á Siglufirði alla daga frá kl. 08 – 16. í síma 4602100.

Landlæknisembættið ráðleggur árlega bólusetningu fyrir alla eldri en 60 ára. Einnig öll börn og fullorðna með langvinna hjarta-, lungna-, lifrar-, illkynja- og ónæmisbælandi sjúkdóma.  Ásamt starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu.

Einnig er mælt með að áhættuhópar séu bólusettir gegn pneumókokka lungnabólgu, Vinsamlegast látið vita við tímapöntun.

 Gjald;  Einstaklingar í áhættuhóp fá bóluefnið ókeypis en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1204 / 2008.  Aðrir greiða fyrir bóluefnið auk komugjalds.