Góðar gjafir

Hjartaáreynsluprófsbúnaður
Hjartaáreynsluprófsbúnaður

Í haust var keypt nýtt hjartaáreynsluprófstæki í stað þess gamla sem var ónothæft. Tækið var keypt í samvinnu stofnunarinnar, kvenfélags sjúkrahúss Siglufjarðar og gjafasjóðs Guðnýjar Stefáns.
Nýja tækið sem er af gerðinni Schiller samanstendur af þrekhjóli og tengdum tölvu og hugbúnaði. 

Tækið á eftir nýtast mjög vel til sjúkdómsgreininga m.a. á kransæðasjúkdómum ofl.

 

Kvenfélag sjúkrahúss Siglufjarðar og gjafasjóður Guðnýjar Stefáns gáfu einnig fullkomnar legusáravarnardýnur. Þær eru af gerðinni Area Zone og segja má að þær séu einskonar loftdýnur án pumpu. Dýnan jafnar sjálf þrýstinginn eftir þyngd þess sem liggur á henni.

 

Stofnunin þakkar góðar gjafir.