Almenn heilsugæsluþjónusta er í boði í Fjallabyggð. Starfsstöðvarnar eru í sjúkrahúsinu Siglufirði 460 2100 og á heilsugæslunni Hornbrekku í Ólafsfirði 466 4050. Móttökuritarar taka við pöntunum í viðtals- og símatíma þar eru einnig veittar allar almennar upplýsingar um starfsemina.
Þjónustan sem er í boði er móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga, ungbarna- og mæðravernd, heimahjúkrun, skólaheilsugæsla, slysamóttaka, ónæmisaðgerðir, krabbameinsleit, ljósameðferð, símaþjónusta, ráðgjöf, móttaka sérfræðilækna og vaktþjónusta lækna utan dagvinnutíma.
Frá og með 1.apríl 2016 er boðið upp á heimahjúkrun fyrir hádegi um helgar og helgidaga. Formleg beiðni um þjónustuna þarf að berast frá heilbrigðisstarfsmanni.
Yfirlæknir heilsugæslunnar er Valþór Stefánsson
Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar er Elín Arnardóttir