Heimahjúkrun

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar heilsugæslunnar sinna heimahjúkrun.  Þjónustan er veitt alla daga ársins; frá kl. 08-16 virka daga og 8-12 á helgi- og hátíðisdögum. Allar nánari upplýsingar eru hjá hjúkrunarfræðingi í síma 460 2100 og 466 4050.

Góð samvinna er milli félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Fjallabyggð

 

Heimahjúkrun í Fjallabyggð

Hlutverk heimahjúkrunar er að styðja einstaklinga og fjölskyldur til sjálfshjálpar.

Markmið heimahjúkrunar er að aldraðir, fatlaðir og sjúkir einstaklingar geti verið eins sjálfbjarga og óháðir öðrum og unnt er innan þeirra marka sem heilsa, líkamsþrek og félagslegar aðstæður þeirra setja og að þeir geti dvalist heima eins lengi og þeir óska.

Heimahjúkrun er ætíð veitt í náinni samvinnu við skjólstæðing og aðstandendur.

Þjónusturammi heimahjúkrunar