Skólaheilsugæsla

Þorsteinn Bjarnason er skólahjúkrunarfræðingur Grunnskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla austan vatna á Sólgörðum í Fljótum. 

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirrra.  

Verkefni í heilsuvernd skólabarna eru:

  • Bólusetningar
  • Eftirlit með líðan barna
  • Heilbrigðisfræðsla, sem er unnin út frá 6-H hugmyndafræðinnar :
    • Hollusta-Hvíld-Hreyfing-Hreinlæti-Hamingja-Hugrekki og kynHeilbrigði
  • Heilsufarsskoðanir
  • Lús, eftirlit og fræðsla
  • Lyfjagjafir
  • Slys og veikindi

 

Hefð er fyrir því að bjóða 9. bekkingum Grunnskóla Fjallabyggðar í vettvangsskoðun á heilbrigðisstofnunina í Siglufirði.  Þar er þeim kynnt hvað fer fram á stofnuninni og þau fá tækifæri til að spyrja.  Markmiðið er að  brjóta múra og byggja upp traust.

 

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í Grunnskóla Fjallabyggðar er eftirfarandi:

Ólafsfjörður:  Mánudagar og þriðjudagar 08:00-12:00. 

Siglufjörður:   Miðvikudagar og fimmtudagar 08:00-12:00.

 

  Heilsuvernd grunnskólabarna