Árleg infúensubólusetning

Inflúensubólusetning hefst á heilsugæslustöðinni á Húsavík 24. september 2019.
Inflúensubólusetning hefst á heilsugæslustöðinni á Húsavík 24. september 2019.

Inflúensubólusetning 2019 hefst á heilsugæslustöðinni á Húsavík 24. september nk. Bólusett verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Vinsamlegast pantið tíma.

Í Norður-Þingeyjarsýslu er bólusett sem hér segir:

  • Kópasker:    Þriðjudagar frá kl. 14:00-15:00 og föstudagar frá kl. 11:00 – 12:00. Bólusetning hefst þriðjudaginn 1. október.
  • Raufarhöfn: Miðvikudagar frá kl. 14:00 – 15:00 og hefst 2. október.
  • Þórshöfn:    Bólusett verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 14-15
                           og hefst mánudaginn 30.september.

Inflúensubóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
  • Þungaðar konur

 Bóluefnið er ofangreindum áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald

Vinsamlegast pantið tíma:
                                                  
Húsavík       sími 464-0500 eða 464-0501 frá kl. 10-14
                                                   Kópasker     sími 464-0640
                                                   Raufarhöfn sími 464-0620 
                                                   Þórshöfn      sími 464-0600

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík