Hertar heimsóknarreglur á Skógarbrekku

Ágæti aðstandandi

Þar sem COVID-19 smitum fer fjölgandi í samfélaginu er nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar viðkvæma hóp. Nú hafa heimsóknarreglur verið hertar – sjá neðangreint.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

 1. Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa tvisvar í viku á fyrir fram ákveðnum heimsóknartíma hverrar deildar í samráði við deildarstjóra. Við óskum eftir því að sá hinn sami sé nánast í sjálfskipaðri sóttkví og passi sig sérstaklega.
 2. Heimsóknartími er frá:    kl. 13-14 / kl. 16-17 / kl. 19-20  
 3. Hafið samband í síma 860 7720 og pantið heimsóknartíma.  
 4. Hinkrið eftir starfsmanni við innganginn á Skógarbrekku og  hann fylgir ykkur til íbúa. Munið að vera með grímu frá því þið komið inn í húsið, einnig að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.
 5. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk.
 6. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
 7. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
  1. Þú ert að koma frá höfuðborgarsvæðinu og ekki eru liðnir 7 dagar frá komu þaðan.
  2. Þú ert í sóttkví.
  3. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  4. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  5. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Mælst er til þess að íbúar fari ekki í heimsóknir á meðan bylgja faraldurs gengur yfir og eru þeir í staðinn hvattir til að hitta sína nánustu í garði heimilis eða fara í bíltúr með sínum nánasta.

Vinsamlegast kynnið þessar nýju reglur fyrir fólkinu ykkar svo allir átti sig á hvernig heimsóknir fari fram næstu vikurnar.

 

Með vinsemd og virðingu,

Jóhanna S. Kristjánsdóttir

Deildarstjóri Skógarbrekku