Ágæti aðstandandi
COVID-19 smitum fer fækkandi í samfélaginu og einnig fækkar fjölda þeirra sem eru í sóttkví. Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir heimsóknir á hjúkrunar- og sjúkradeildir HSN og gilda eftirfarandi heimsóknarreglur frá og með 18. nóvember 2020:
Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:
- Aðeins einn gestur má heimsækja hvern sjúkling tvisvar í viku á fyrir fram ákveðnum heimsóknartíma í samráði við deildarstjóra. Við óskum eftir því að sá hinn sami sé nánast í sjálfskipaðri sóttkví og passi sig sérstaklega.
- Hafið samband í síma 860 7742 og pantið heimsóknartíma.
- Hinkrið eftir starfsmanni við innganginn á sjúkradeildina og hann fylgir ykkur til sjúklingsins. Munið að vera með grímu frá því þið komið inn í húsið, einnig að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.
- Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk.
- Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
- Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
- Þú ert í sóttkví.
- Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Ágústa Tryggvadóttir, deildarstjóri á sjúkradeild