Heilsueflandi heimsóknir

Boðið verður upp á heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á starfssvæði HSN á Húsavík
Boðið verður upp á heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á starfssvæði HSN á Húsavík

Heilbrigðistofnun Norðurlands (HSN) á Húsavík hefur ákveðið að bjóða uppá „Heilsueflandi heimsóknir“ að fyrirmynd heilsugæslu HSN á Akureyri. Miðað er við að þeir íbúar sem eru 80 ára eða eldri, búa ennþá heima og fá heimaþjónustu og/eða þjónustu heimahjúkrunar aðra hverja viku eða sjaldnar fái boð um árlega heimsókn sem ætlað er:

-að hvetja og styrkja einstaklinga til að viðhalda heilbrigði, færni og sjálfstæði sem lengst.

-að stuðla að öryggiskennd og vellíðan þeirra á eigin heimili eins lengi og mögulegt er.

-að veita þeim upplýsingar um félagsstarf og þjónustu sem í boði er.

-að veita viðeigandi ráðgjöf og meta í samráði við íbúa hvernig gengur að takast á við daglegt líf miðað við aðstæður hvers og eins.

Íbúar á svæði stofnunarinnar sem falla undir þessa skilgreiningu geta því átt von á að fá bréf á næstu vikum með kynningu á því hvernig staðið verður að þessum heimsóknum en þær Ingveldur Árnadóttir, iðjuþjálfi og Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi munu sinna þessu verkefni.