Heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit

Framhlið nýrrar heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit
Framhlið nýrrar heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit

Allt gengur samkvæmt áætlun við nýbyggingu heilsugæslustöðvarinnar í Mývatnssveit, að sögn verktakans. Verið er að setja upp milliveggi og lokið er við megnið af raflögnum og pípulögnum. Trésmiðjan Rein er byggingarverktakinn og búist er við að húsið verði tilbúið að innan í byrjun maí. Endanlegur frágangur lóðar ræðst af veðráttu en mikill snjór er nú á byggingarsvæðinu. Verktakinn mun skila a sér fullbúnu húsi að utan sem innan ásamt frágenginni lóð og verður þetta nýja húsnæði stórmikil bót fyrir starfsfólk og þá sem þjónustuna nýta.

Milliveggir settir upp

Rúmlega helmingur milliveggja er kominn upp.

Bakhlið nýrrar heilsugæslustöðvar

Séð á bakhlið nýju heilsugæslustöðvarinnar.