Inflúensubólusetning 2017-2018

 

Vegna yfirvofandi skorts á  inflúensubóluefni munu eftirtaldir aðilar

sem njóta forgangs geta fengið bólusetningu meðan birgðir endast:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

 

Aðrir sem ekki njóta forgangs geta skráð sig á biðlista

og haft verður samband við þá ef hægt verður að útvega meira bóluefni.

 

Tímapantanir og biðlistaskráningar í síma 464-0500 eða 464-0501

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík

12.10.2017